Veik tengsl milli pólskra innflytjenda 31. október 2006 17:53 Ný íslensk rannsókn sýnir að dæmi eru um að Pólverjum sé boðin vinna á lægra kaupi eingöngu á grundvelli þjóðernis. Sömuleiðis bendir hún til þess að pólskir innflytjendur hafi lítil samskipti sín á milli. Ásdís María Elfarsdóttir mannfræðingur hefur nýlokið rannsókn á pólskum innflytjendum en þeir eru fjölmennasti innflytjendahópurinn hér á landi. Ásdís tók ítarleg viðtöl við tíu Pólverja um upplifun þeirra af íslensku samfélagi og ástæður þess að þeir fluttu til Íslands. Meginniðurstaðan er jákvæð. "Það er ansi mikil ánægja meðal þessara viðmælenda minna, þeir tala um að lífið hérna sé auðvelt en engu að síður fannst þeim mikilvægt að koma því að, að þau hafa orðið fyrir mismunun, sérstaklega á vinnumarkaði. Einn þeirra minntist á að hann hefði verið beðinn um að vinna á helmingi lægra tímakaupi heldur en Íslendingar. Þannig að það var dálítil gremja út í íslenskt samfélag fyrir þetta." Öll kváðust þau fá mikinn stuðning frá Íslendingum en utan vinnumarkaðar komi mismunun helst fram í viðmóti starfsfólks á stofnunum. "Þau fundu oft fyrir mismunun á stofnunum. Þegar þau reyndu að tala íslensku var viðmótið jákvætt en strax og þau urðu að skipta yfir í ensku var eins og fólk liti þau ekki lengur sömu augum." Gjarnan er talið að útlendingar sem búa á Íslandi hafi mikil tengsl en rannsóknin sýnir að hér er ekki vísir að sterku pólsku samfélagi. "Það ríkir vantraust meðal Pólverja hér og þeir skiptast í hópa eftir menntun og því hvaðan þeir koma, úr sveit eða borg." Þau voru sammála um að íslenskukennsla fyrir útlendinga væri ekki að skila þeim árangri sem skyldi en tóku sérstaklega fram að íslenskar stofnanir væru mjög aðgengilegar og auðvelt að nálgast hjá þeim upplýsingar. Fréttir Innlent Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Ný íslensk rannsókn sýnir að dæmi eru um að Pólverjum sé boðin vinna á lægra kaupi eingöngu á grundvelli þjóðernis. Sömuleiðis bendir hún til þess að pólskir innflytjendur hafi lítil samskipti sín á milli. Ásdís María Elfarsdóttir mannfræðingur hefur nýlokið rannsókn á pólskum innflytjendum en þeir eru fjölmennasti innflytjendahópurinn hér á landi. Ásdís tók ítarleg viðtöl við tíu Pólverja um upplifun þeirra af íslensku samfélagi og ástæður þess að þeir fluttu til Íslands. Meginniðurstaðan er jákvæð. "Það er ansi mikil ánægja meðal þessara viðmælenda minna, þeir tala um að lífið hérna sé auðvelt en engu að síður fannst þeim mikilvægt að koma því að, að þau hafa orðið fyrir mismunun, sérstaklega á vinnumarkaði. Einn þeirra minntist á að hann hefði verið beðinn um að vinna á helmingi lægra tímakaupi heldur en Íslendingar. Þannig að það var dálítil gremja út í íslenskt samfélag fyrir þetta." Öll kváðust þau fá mikinn stuðning frá Íslendingum en utan vinnumarkaðar komi mismunun helst fram í viðmóti starfsfólks á stofnunum. "Þau fundu oft fyrir mismunun á stofnunum. Þegar þau reyndu að tala íslensku var viðmótið jákvætt en strax og þau urðu að skipta yfir í ensku var eins og fólk liti þau ekki lengur sömu augum." Gjarnan er talið að útlendingar sem búa á Íslandi hafi mikil tengsl en rannsóknin sýnir að hér er ekki vísir að sterku pólsku samfélagi. "Það ríkir vantraust meðal Pólverja hér og þeir skiptast í hópa eftir menntun og því hvaðan þeir koma, úr sveit eða borg." Þau voru sammála um að íslenskukennsla fyrir útlendinga væri ekki að skila þeim árangri sem skyldi en tóku sérstaklega fram að íslenskar stofnanir væru mjög aðgengilegar og auðvelt að nálgast hjá þeim upplýsingar.
Fréttir Innlent Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira