Innlent

Guðfríður Lilja sækist eftir 2. sæti í prófkjöri VG

MYND/Vilhelm
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, gefur kost á sér í 2. sæti í sameiginlegu forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi. Prófkjörið fer fram þann 2. desember og segir Guðfríður Lilja að hún vilji beita sér fyrir hugarfarsbreytingu í samfélaginu þar sem virðing, samábyrgð og sálarheill séu í forgrunni á öllum sviðum.

Guðfríður Lilja er með BA-próf í sagnfræði frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og mastersgráðu í hugmyndasögu og heimspeki frá Cambridge-háskóla í Bretlandi. Hún hefur starfað sem alþjóðaritari á alþjóðasviði Alþingis frá árinu 2001 og gegnt starfi framkvæmdastjóra þingmannanefndar um norðurskautsmál. Guðfríður Lilja er jafnframt fyrsta konan sem gegnt hefur embætti forseta Skáksambands Íslands og Skáksambands Norðurlanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×