Innlent

Önnur langreyðurin komin á land í Hvalfirði

Önnur langreyðurin dregin á land
Önnur langreyðurin dregin á land MYND/Friðrik Þór Friðriksson
Hvalur 9 lagðist nú laust fyrir klukkan þrjú að bryggju við Hvalstöðina í Hvalfirði með aðra langreyðina sem veiðst hefur á þeirri viku sem liðin er frá því að atvinnuveiðar hófust á ný. Við mælingar reyndist skepnan jafnstór þeirri sem veiddist á laugardag, eða 68 fet.

Langreyðurin var skotin um hálffimmleytið í gær vestur af landinu og var í kjölfarið haldið í land með hana. Nokkur fjöldi fólks hafði safnast saman á bryggjunni í Hvalfirði í dag til að sjá þegar hvalurinn var dreginn á land en fljótlega verður hafist handa við að skera hanna og kjötið svo flutt til Akraness þar sem það verður unnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×