Innlent

Skýrir sjónarmið Íslands í hvalveiðimálum fyrir starfsbræðrum

MYND/GVA

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sat í morgun undirbúningsfund Norðurlandaráðherra fyrir umhverfisráðherrafund Evrópusambandsins sem haldinn er í Lúxemborg í dag. Þar kynnti hún sjónarmið og forsendur þeirrar ákvörðunar Íslands að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni.

Fram kemur á vef umhverfisráðuneytisins að rætt verði um veiðarnar á ráðherrafundI ESB í dag að ósk Austurríkismanna. Á vef umhverfisráðuneytisins segir enn fremur að Jónína hafi lagt áherslu á það á fundinum með norrænum starfsbræðrum sínum að veiðarnar færu ekki í bága við alþjóðalög, þeir stofnar sem veitt yrði úr næsta árið væru ekki í útrýmingarhættu og að veiðarnar væru að öllu leyti sjálfbærar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×