Erlent

Aðstoð Írana og Sýrlendinga æskileg

Ofbeldisátökum í Írak myndi linna innan fárra mánaða ef Íranar og Sýrlendingar tækju þátt í því að reyna að tryggja stöðugleika í landinu. Þetta sagði Jalal Talabani, forseti Íraks í viðtali við Breska ríkisútvarpið, BBC, í dag. Hann sagði að slíkt yrði upphafið á endalokum hryðjuverka í heiminum.

Sérfræðingar á vegum Bandaríkjamanna eru sagðir kanna möguleikann á viðræðum um málið við Írana og Sýrlendinga en þeir fara nú yfir stefnu bandarískra stjórnvalda gagnvart Írak í umboði bandaríska þingsins. James Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna í forsetatíð George Bush eldri, fer fyrir hópnum. Sérfræðingarnir segja óverjandi að halda áfram stefnu mála í Írak óbreyttri.

Talið er líklegt að hópurinn leggi til að fjólþjóðlegt herlið verði kallað heim frá Írak fljótlega eða í áföngum. Ólíklegt er talið að niðurstaðan verði skjótt brotthvarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×