Erlent

Telur ekki hættu á stríðsátökum

Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB (tv.), átti í dag fund með Kasymzhomart Tokayev, utanríkisráðherra Kasakstans. Við það tækifæri ræddi Solana málefni Georgíu og Rússlands við fréttamenn.
Javier Solana, utanríkismálastjóri ESB (tv.), átti í dag fund með Kasymzhomart Tokayev, utanríkisráðherra Kasakstans. Við það tækifæri ræddi Solana málefni Georgíu og Rússlands við fréttamenn. MYND/AP

Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, telur enga hættu á því að til stríðsátaka komi milli Rússa og Georgíumanna vegna deilna ríkjanna síðustu vikur. Hann hvetur þó deilendur til að gæta hófsemi og sýna stillingu.

Solana hafði að engu kröfur Mikhails Saakashvilis, forseta Georgíu, um að sambandið sendi friðargæslumenn til svæða í héruðum landsins í stað rússneskra. Forsetinn sagði Rússana skipta sér um of af innanríkismálum á þeim svæðum.

Solana sagði þó Evrópusambandið áfram ætla að bjóða fram aðstoð sína svo hægt verði að miðla málum í deilunni.

Samskipti Rússa og Georgíu hafa ekki verð jafn stirð í áratug. Upp úr sauð í síðustu viku þegar stjórnvöld í Tíblísi handtöku fjóra rússneska hermenn og sökuðu þá um njósnir. Þeim hefur síðan verið sleppt. Stjórnvöld í Moskvu hættu þegar lestar og flugferðum til og frá landinu og veita þeim Georgíumönnum sem vilja heimsækja Rússland ekki vegabréfsáritun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×