Fótbolti

Vekur reiði samkynhneigðra

Paul Scholes
Paul Scholes NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum landsliðsmaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United hefur vakið upp nokkra gremju meðal baráttumanna fyrir jafnrétti samkynhneigðra eftir að hann var sakaður um að hafa látið niðrandi orð um samkynhneigða falla í kjölfar þess að hann var spjaldaður í leiknum gegn Benfica í meistaradeildinni í gær.

Evrópska knattspyrnusambandið hefur enn ekki fengið formlega kvörtun inn á borð til sín, en ekkert verður aðhafst í málinu nema formleg kvörtun berist. Talsmaður samkynhneigðra, Peter Tatchell, var ekki sáttur við atvikið.

"Við skorum á Scholes að biðjast afsökunar og láta í ljós andstöðu sína við fordóma í garð kynhneigðar fólks. Enginn leikmaður, stuðningsmaður eða dómari ætti að þurfa að þola svívirðingar á borð við þetta og réttast væri að sekta menn og setja þá í bann ef þeir verða uppvísir um slíkt."

Ekki fylgdi sögunni hvort dómari leiksins, Frank De Bleeckere, er samkynhneigður eða ekki - en greinilegt er að vel er fylgst með því sem fram fer á knattspyrnuvellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×