Erlent

Vill vernda au pair stúlkur

Innflytjendaráðherra Danmerkur vill setja strangari reglur til þess að koma í veg fyrir að au pair stúlkur frá Austur-Evrópu og Asíu, séu misnotaðar. Rikke Hvilshöj, segir að au pair fyrirkomulagið eigi ekki að vera auðveld leið fyrir efnaða Dani að fá ódýrar vinnukonur,  sem þeir geti farið með að vild. Hún vill að ef stúlkurnar séu misnotaðar geti þær kært málið til yfirvalda, án þess að vera strax sendar úr landi. Hvilshöj vill einnig geta refsað fjölskyldum sem misnota aðstöðu sína, til dæmis að banna þeim að fá nýjar au pair stúlkur í eitt til fimm ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×