Innlent

Sektaður fyrir að hafa menn í vinnu án atvinnuleyfis

Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann til greiðslu hálfrar milljónar króna í sekt fyrir að hafa haft sex litháíska ríkisborgara í vinnu án atvinnuleyfis. Maðurinn krafðist sýknu á þeim grundvelli að starfsmennirnir hefðu verið að vinna fyrir danskt félag að verkefni á Íslandi og hefðu haft gilt atvinnuleyfi í Danmörku. Því hafi þeim verið heimilt að starfa hér á landi. Segir í dómnum að gögn málsins styðji ekki þessa fullyrðingu á fullnægjandi hátt og þá kemur þar fram að maðurinn hafi áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. Var því dómur héraðdsdóms staðfestur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×