Innlent

Yfirheyrslur yfir tvímenningum standa enn

Yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur sem grunaðir eru um árásir á bensínstöð Skeljungs í Fellahverfi í Breiðholti aðfararnótt sunnudags standa enn yfir.

Þeir gáfu sig fram við lögreglu síðdegis í gær eftir að lögregla hafði birt myndir af þeim sem fengnar voru úr öryggismyndavél á bensínstöðinni. Mennirnir, sem eru 18 og 19 ára, eru grunaðir um að hafa stungið öryggisvörð í bakið og kýlt starfsmann Select í gagnaugað eftir að þeim var neitað um afgreiðslu í versluninni. Öryggisvörðurinn þykir hafa sloppið vel þar sem hnífurinn stöðvaðist á rifbeini hans. Reiknað er með að yfirheyrslum yfir mönnunum ljúki eftir hádegið og þá verður tekin afstaða til þess hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×