Formúla 1

Þetta er ekki íþrótt

Fernando Alonso er bugaður maður eftir tímatökurnar.
Fernando Alonso er bugaður maður eftir tímatökurnar. MYND/Getty

Ökuþórinn Fernando Alonso, sem ekur fyrir Renault í formúlu 1, er æfur eftir að hafa verið refsað fyrir að hindra Felipe Massa í tímatökunum fyrir Ítalíu-kappaksturinn í gær, að því er yfirmenn formúlunnar segja að hafi verið vísvitandi. Alrangt, segir Alonso.

Refsins Alonso yfir brotið meinta var að þrír hröðustu hringir hans voru strokaðir út og hefur það í för með sér að hann ræsir í 10 sæti í stað þess fimmta.

„Ég ók minn hring án þess að hindra einhvern af ásettu ráði. Ég lít ekki lengur á formúlu 1 sem íþrótt," sagði Alonso nánast með tárin í augunum á blaðamannafundi á Ítalíu í morgun.

„Ef þið skoðið upptökur af atvikinu og segið að þetta sé vísvitandi hindrun þá eigum við eftir að upplifa helling af vandamálum héðan í frá í tímatökum. Ef þetta er hindrun þá skil ég ekki hvernig við eigum að geta keppt," sagði Alonso.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×