Formúla 1

Raikkönen á ráspól

Schumacher og Raikkönen spjalla saman eftir tímatökuna í dag.
Schumacher og Raikkönen spjalla saman eftir tímatökuna í dag. Getty Images

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen verður á ráspól í Ítalíu-kappakstrinum í formúlu 1 sem fram fer á morgun. Raikkönen var fyrstur í tímatökum sem var að ljúka rétt í þessu, aðeins 0,002 sekúndum fljótari en Michael Schumacher sem kom næstur.

Þetta var í 10. sinn sem Raikkönen, sem ekur fyrir McLarren, nær bestum árangri í tímatökum en aðeins í fyrsta sinn sem hann nær því á þessu tímabili.

Fernando Alonso á Renault, sem er stigahæstur í keppni ökumanna, lenti í því að sprengja dekk á bíl sínum í síðustu umferð tímatökunnar og varð að láta sér lynda 5. sætið. Nick Heidfeld á BMW náði óvænt þriðja besta tíma, en lið hans hefur verið á miklu flugi í undanförnum mótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×