Eiður Smári í hópnum 9. september 2006 16:00 Byrjar væntanlega á bekknum í kvöld. Getty Images Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Osasuna á heimavelli sínum Nou Camp í spænsku úrvalsdeildinni eftir skamma stund. Ronaldinho hefur hins vegar snúið aftur í hóp Evrópumeistaranna og því er afar ólíklegt að Eiður Smári fái tækifæri í byrjunarliðinu. Bæði lið eru væntanlega staðráðin í að gera betur enn í fyrstu leikjum sínum á tímabilinu um þar síðustu helgi. Þá vann Barcelona reyndar sigur á Celta Vigo þar sem Eiður Smári skoraði sigurmarkið en liðið var þó allt annað en sannfærandi. Osasuna tapaði á heimavelli fyrir Getafe, 2-0, og mun væntanlega eiga erfitt uppdráttar á Nou Camp síðar í dag. Í viðureign liðanna í Barcelona í fyrra unnu heimamenn öruggan 3-0 sigur en fróðlegt verður að sjá hvort Osasuna tekur upp á því að setja mann til höfuðs Xavi á miðju Barca. Það gerði Sevilla í árlegum leik Evrópumeistaranna fyrir skemmstu og vann 3-0 sigur. Þar var það einmitt Christian Poulsen, danski landsliðsmaðurinn sem fór svo illa með leikmenn íslenska landsliðsins á Laugardalsvellinum á miðvikudag, sem tók Xavi úr umferð. Leikmannahópur Barcelona er firnasterkur fyrir leikinn og til marks um það má nefna að Gio van Bronckhorst og Juliano Beletti, sem voru jafnan fyrstu bakverðir liðsins á síðustu leiktíð, komast ekki í hóp. Hópurinn fyrir leikinn á eftir lítur annars svona út: Valdés, Jorquera, Puyol, Márquez, Oleguer, Zambrotta, Thuram, Sylvinho, Edmílson, Xavi, Motta, Iniesta, Deco, Giuly, Messi, Ronaldinho, Eto''o og Eiður Smári Guðjohnsen. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Osasuna á heimavelli sínum Nou Camp í spænsku úrvalsdeildinni eftir skamma stund. Ronaldinho hefur hins vegar snúið aftur í hóp Evrópumeistaranna og því er afar ólíklegt að Eiður Smári fái tækifæri í byrjunarliðinu. Bæði lið eru væntanlega staðráðin í að gera betur enn í fyrstu leikjum sínum á tímabilinu um þar síðustu helgi. Þá vann Barcelona reyndar sigur á Celta Vigo þar sem Eiður Smári skoraði sigurmarkið en liðið var þó allt annað en sannfærandi. Osasuna tapaði á heimavelli fyrir Getafe, 2-0, og mun væntanlega eiga erfitt uppdráttar á Nou Camp síðar í dag. Í viðureign liðanna í Barcelona í fyrra unnu heimamenn öruggan 3-0 sigur en fróðlegt verður að sjá hvort Osasuna tekur upp á því að setja mann til höfuðs Xavi á miðju Barca. Það gerði Sevilla í árlegum leik Evrópumeistaranna fyrir skemmstu og vann 3-0 sigur. Þar var það einmitt Christian Poulsen, danski landsliðsmaðurinn sem fór svo illa með leikmenn íslenska landsliðsins á Laugardalsvellinum á miðvikudag, sem tók Xavi úr umferð. Leikmannahópur Barcelona er firnasterkur fyrir leikinn og til marks um það má nefna að Gio van Bronckhorst og Juliano Beletti, sem voru jafnan fyrstu bakverðir liðsins á síðustu leiktíð, komast ekki í hóp. Hópurinn fyrir leikinn á eftir lítur annars svona út: Valdés, Jorquera, Puyol, Márquez, Oleguer, Zambrotta, Thuram, Sylvinho, Edmílson, Xavi, Motta, Iniesta, Deco, Giuly, Messi, Ronaldinho, Eto''o og Eiður Smári Guðjohnsen.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Sjá meira