Fótbolti

Galatasaray spilar heimaleikina á Ólympíuleikvangnum

Steven Gerrard og félagar eiga góðar minningar frá Istanbul
Steven Gerrard og félagar eiga góðar minningar frá Istanbul NordicPhotos/GettyImages

Stuðningsmenn Liverpool munu eflaust fagna tíðindum sem bárust frá Tyrklandi í dag, þegar forráðamenn Galatasaray tilkynntu að liðið muni leika heimaleiki sína í meistaradeildinni á Ólympíuleikvangnum í Istanbul. Það var einmitt á þeim velli þar sem Liverpool tryggði sér sigurinn ótrúlega á AC Milan í úrslitum keppninnar í fyrra, en Liverpool er í riðli með Galatasaray, Bordeaux og PSV Eindhoven og mætir Galatasaray á útivelli í byrjun desember.

Heimavöllur Galatasaray rúmar ekki nema um 24.000 áhorfendur í sæti, en hinn glæsilegi Ólympíuleikvangur rúmar aftur á móti 80.000 manns í sæti og hefur forseti tyrkneska félagsins sett stefnuna á að fá 200.000 áhorfendur samanlagt á þrjá heimaleiki liðsins í meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×