Innlent

Gæsluvarðhald vegna árásar á sambýliskonu

MYND/Pjetur

Tæplega þrítugur karlmaður var úrskurðaður í gæsluvarðhald um helgina vegna árásar á sambýliskonu sína. Árásin átti sér stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Maðurinn rispaði konuna meðal annars með hnífi á hálsi og skrokki, en engin stungusár voru að finna á konunni, að sögn lögreglunnar. Gæsluvarðhaldið er til næstkomandi fimmtudags. Maðurinn, sem er frá Fílabeinströndinni, kom hingað til lands seinni hluta ágústmánaðar og hugðist dvelja hér í mánuð. Að sögn lögreglunnar er verið að athuga hvort hann eigi sakaferil að baki í öðrum löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×