Erlent

Mexíkóar búa sig undir fellibyl

Fiskimaður gengur á ströndinni í Acapulco í Mexíkó þar sem hvassviðri og rigning, sem fylgt hefur fellibylnum Jóni, gekk yfir. Acapulco er vinsæll ferðamannastaður.
Fiskimaður gengur á ströndinni í Acapulco í Mexíkó þar sem hvassviðri og rigning, sem fylgt hefur fellibylnum Jóni, gekk yfir. Acapulco er vinsæll ferðamannastaður. MYND/AP
Mikill viðbúnaður er á Kyrrahafsströnd Mexíkós vegna komu fellibyljarins Jóns. Hann hefur hingað til haldið sig úti á hafi og farið með fram ströndum landsins. Yfirvöld í Mexíkó taka hins vegar enga áhættu og var íbúa við flóðum og aurskriðum því mikið úrhelli hefur fylgt fellibylnum. Þá er ekki útilokað að hann gangi á land. Jón hefur aðeins veikst á för sinni en er engu að síður enn af styrkleikanum þremur á fellibyljakvarðanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×