Innlent

Lögregla í eftirför á Kjalvegi í gær

Lögreglan á Blönduósi lenti í háskalegri eftirför á hálendinu í gær þar sem hún var við eftirlit. Í frétt frá lögreglunni kemur fram við Áfangafell, sem er við Blöndulón, hafi hún komið auga á jeppabifreið sem ekið var á miklum hraða suður Kjalveg. Veitti lögregla honum eftirför með blikkandi ljós en ökumaður jeppans virti það ekki heldur jók hraðann. Eftirförinni lauk hins vegar skammt frá Hveravöllum eftir 20-30 kílómetra akstur þegar maðurinn þurfti að hægj á sér. Gaf þær skýringar á hraðakstrinum að hann hefði verið að flýta sér til vinnu í heimabæ sínum á Reykjanesi. Á hann yfir höfði sér háar sektir vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×