Innlent

Vilja fresta fyllingu Hálslóns

MYND/Landsvirkjun

Stjórn og þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs skorar á ríkisstjórnina og stjórn Landsvirkjunar að fresta fyrirhugaðri fyllingu Hálslóns þar til sérstaklega skipuð matsnefnd óháðra aðila hefur verið fengin til að vinna nýtt áhættumat vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Ályktun þessa efnis var samþykkt á opnum fundi VG við Sauðárfoss í dag. Ályktunin var send stjórnarformanni Landsvirkjunar, borgarstjóra Reykjavíkur, bæjarstjóra Akureyrar, forsætisráðherra og formönnum þingflokkanna og óskar VG eftir stuðningi þessara aðila við kröfuna um frestun framkvæmda.

Í ályktuninni segir meðal annars að frá upphafi hafir ríkt óvissa um hve mikil áhætta yrði samfara fyllingu Hálslóns og starfrækslu Kárahnjúkavirkjunar. Vísbendingar um þessa áhættu hafi styrkst mjög að undanförnu. Þá segir að hér sé um gríðarlega afdrifaríka ákvörðun að ræða sem ekki verði aftur tekin. Þeir þingmenn og sveitarstjórnarmenn, er samþykktu byggingu Kárahnjúkavirkjunar á viðkomandi vettvangi, beri einnig ríka ábyrgð í málinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×