Aldrei meiri afgangur af ríkissjóði 24. ágúst 2006 16:03 Ríkissjóður var rekinn með 113 milljarða afgangi á síðasta ári, og hefur aldrei verið jafn mikill afgangur á ríkissjóði áður. Hagnaður af sölu Símans skýrir aðeins helming þessarar góðu stöðu en uppgangur í efnahagslífinu jók tekjur ríkissjóðs um 55 milljarða. Þetta kemur fram í ríkisreikningi fyrir árið 2005 sem nú hefur verið lagður fram. Tekjur ríkissjóðs árið 2005 voru 421,2 milljarðar króna og útgjöld voru 308,4 milljarðar. Afgangur fjárlaga ársins var því 113 milljarðar og hefur aldrei verið meiri. Til samanburðar var afgangur af rekstri ríkissjóðs árið 2004 aðeins tveir milljarðar króna. Mestu munar um tekjur ríkissjóðs af sölu Símans, sem gaf ríkissjóði 56 milljarða króna. Það vekur hins vegar athygli að aðrar tekjur ríkissjóðs hækkuðu um 55 milljarða króna sem fjármálaráðuneytið skýrir að mestu með uppgangi í efnahagslífinu og aðhaldi í útgjöldum. Góð staða ríkissjóðs á árinu 2005 gerði ríkissjóði kleyft að greiða niður erlendar skuldir um 50 milljarða króna. En lítum nú á tekjur ríkissjóðs, sem eins og áður sagði námu 421,2 milljörðum. Mest munar um tekjur af sköttum á sölu vöru og þjónustu. Þær voru 165 milljarðar, eða 39 % af heildartekjum. Þessar tekjur jukust um 24 milljarða frá árinu 2004 og munar þar mest um 18 milljarða í auknum tekjum af virðisaukaskatti, sem segir sitt um neyslu landsmanna. Tekjur af sköttum á einstaklinga og fyrirtæki sem og fjármagnstekjuskattur aukast einnig og voru 132 milljarðar árið 2005, í stað 102 milljarða árið 2004. En í hvað fara tekjur ríkissjóðs. Lang stærsti útgjaldaliðurinn er heilbrigðismál. Á árinu 2005 kostaði heilbrigðiskerfið 77 milljarða króna. Næst stærsti útgjaldaliðurinn er almannatryggingar og velferðarmál með 70 milljarða. Kostnaður ríkissjóðs vegna atvinnumála, en undir þann lið falla samgöngu- og landbúnaðarmál, var 44 milljarðar. Menntakerfið tók til sín 42 milljarða og hækkuðu útgjöld þar mest, eða um 7,5 prósent. Þar munar mest um 13,9 prósenta aukningu á framlögum til háskólanna, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins. Fjárlög Fréttir Innlent Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Ríkissjóður var rekinn með 113 milljarða afgangi á síðasta ári, og hefur aldrei verið jafn mikill afgangur á ríkissjóði áður. Hagnaður af sölu Símans skýrir aðeins helming þessarar góðu stöðu en uppgangur í efnahagslífinu jók tekjur ríkissjóðs um 55 milljarða. Þetta kemur fram í ríkisreikningi fyrir árið 2005 sem nú hefur verið lagður fram. Tekjur ríkissjóðs árið 2005 voru 421,2 milljarðar króna og útgjöld voru 308,4 milljarðar. Afgangur fjárlaga ársins var því 113 milljarðar og hefur aldrei verið meiri. Til samanburðar var afgangur af rekstri ríkissjóðs árið 2004 aðeins tveir milljarðar króna. Mestu munar um tekjur ríkissjóðs af sölu Símans, sem gaf ríkissjóði 56 milljarða króna. Það vekur hins vegar athygli að aðrar tekjur ríkissjóðs hækkuðu um 55 milljarða króna sem fjármálaráðuneytið skýrir að mestu með uppgangi í efnahagslífinu og aðhaldi í útgjöldum. Góð staða ríkissjóðs á árinu 2005 gerði ríkissjóði kleyft að greiða niður erlendar skuldir um 50 milljarða króna. En lítum nú á tekjur ríkissjóðs, sem eins og áður sagði námu 421,2 milljörðum. Mest munar um tekjur af sköttum á sölu vöru og þjónustu. Þær voru 165 milljarðar, eða 39 % af heildartekjum. Þessar tekjur jukust um 24 milljarða frá árinu 2004 og munar þar mest um 18 milljarða í auknum tekjum af virðisaukaskatti, sem segir sitt um neyslu landsmanna. Tekjur af sköttum á einstaklinga og fyrirtæki sem og fjármagnstekjuskattur aukast einnig og voru 132 milljarðar árið 2005, í stað 102 milljarða árið 2004. En í hvað fara tekjur ríkissjóðs. Lang stærsti útgjaldaliðurinn er heilbrigðismál. Á árinu 2005 kostaði heilbrigðiskerfið 77 milljarða króna. Næst stærsti útgjaldaliðurinn er almannatryggingar og velferðarmál með 70 milljarða. Kostnaður ríkissjóðs vegna atvinnumála, en undir þann lið falla samgöngu- og landbúnaðarmál, var 44 milljarðar. Menntakerfið tók til sín 42 milljarða og hækkuðu útgjöld þar mest, eða um 7,5 prósent. Þar munar mest um 13,9 prósenta aukningu á framlögum til háskólanna, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins.
Fjárlög Fréttir Innlent Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira