Erlent

Sýning á 500 ára gömlum gullgripum

Mynd/Getty Images

Seðlabankinn í Perú opnaði í gær sýningu á fornum munum frá menningarskeiðum Lambajek-Chimu og Nasca. Þessi menningarskeið hófust á 17. öld en gripirnir eru allir minnst 500 ára gamlir. Meðal muna á sýningunni eru dauðagrímur, skálar, bikarar og kassar úr gulli. Formaður þjóðmenningarstofnunar Perú minnir á að munirnir séu ekki einungis mikils virði út af gullinu eða aldri þeirra, heldur einnig vegna menningar- og tilfinningagildis, því munirnir hafi margir hverjir haft trúarlegan tilgang, meðal annars skartið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×