Erlent

Íranar afhenda svar sitt

Íranar hafa í dag afhent fulltrúum vesturveldanna svar sitt við tilboði þeirra um ívilnanir í stað þess að stjórnvöld í Teheran hætti auðgun úrans. Það eru þau fimm ríki sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, auk Þýskalands, sem standa að tilboðinu. Írönum hefur verið gefinn frestur fram til þrítugasta og fyrsta þessa mánaðar til að hætta auðgun úrans ellegar verði gripið til refsiaðgerða. Búist er við að í svari Írana verði lagt til að frekari viðræður fari fram en þeir áskilji sér allan rétt til að halda áfram auðgun úrans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×