Erlent

Þrír létust í óveðri í Búdapest

Mynd/AP
Að minnsta kosti þrír biðu bana og 250 slösuðust þegar skyndilegt óveður gerði í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í gærkvöld. Mikill mannfjöldi hafði komið saman á bökkum Dónár til að fylgjast með flugeldasýningu þegar stormurinn skall á borginni. Tré rifnuðu upp með rótum og rúður brotnuðu í húsum, svo mikill var veðurofsinn. Flestir slösuðust í öngþveitinu sem myndaðist vegna veðursins en einnig lustu eldingar fólk og tveir dóu við að tré féll ofan á þá. Veðurfræðingar segjast hafa varað skipuleggjendur flugeldasýningarinnar við veðrinu en þeir hafi engu að síður ákveðið að halda sýninguna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×