Erlent

Stjórnvöld á Srí Lanka fagna fjölgun eftirlitsmanna

Stjórnvöld á Srí Lanka fagna þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að tvöfalda fjölda Íslendinga í norræna friðareftirlitinu í landinu.

Í yfirlýsingu frá stjórnvöldum á Srí Lanka segir að íslensk stjórnvöld hafi sýnt staðfestu gagnvart skuldbindingu þeirra um að tryggja friðarferlið á Srí Lanka. Eftirlitsmenn frá Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð hverfa frá Srí Lanka um mánaðamótin og þá eru eftir Íslendingar og Norðmenn. Átök milli stjórnarhersins og tígranna hafa harðnað síðustu vikur og óvíst er með framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×