Erlent

Ríkisstjórn Jiris Paroubek hefur beðist lausnar

Mynd/AP
Ríkisstjórn Jiris Paroubek í Tékklandi hefur beðist lausnar og hefur Vaclav Klaus forseti þegar skipað hægrimanninn Mirek Topolanek í embætti forsætisráðherra. Stjórnarkreppa hefur ríkt í landinu frá þingkosningunum í júní þar sem vinstri og hægri fylkingarnar hafa nákvæmlega jafn mörg þingsæti. Vonast er til að Topolanek takist að mynda starfhæfa hægristjórn sem vinstri menn verji jafnvel falli, gegn því að fá nokkur embætti í sinn hlut. Tékkar taka við formennsku í Evrópusambandinu í fyrsta sinn árið 2009 og því er mikilvægt að stjórnarfar þar haldist stöðugt svo undirbúningur heppnist vel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×