Erlent

Grunaður um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk

Svo gæti farið að yfirvöld í Pakistan framselji Breta sem er í haldi þar í landi, grunaður um að hafa átt þátt í að leggja á ráðin um að sprengja í loft upp farþegaflugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna.

Bresku lögreglunni tókst að koma í veg fyrir ódæðin og handtók fjölda manna í tengslum við málið í síðustu viku. Talsmaður pakistanska utanríkisráðuneytisins segir yfirvöld í Bretlandi ekki hafa farið fram á að maðurinn, Rashid Rauf, verði framseldur. Rauf var handtekinn í austur hluta Pakistan í síðustu viku og er sagður einn höfuðpaura í hópi þeirra hryðjuverkamanna sem skipulögðu hryðjuverkin. Rauf er sagður tengjast al-Qaida hryðjuverkasamtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×