Erlent

Segir Hizbollah hafa unnið sögulegan sigur

MYND/AP

Sheik Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær að skæruliðar hefðu unnið herfræðilegan og sögulegan sigur á Ísrael, en eins og kunnugt er gekk vopnahlé milli Ísraelsmanna og samtakanna í gildi fyrir sólarhring.

Hann lýsti því jafnframt yfir að viðræður um afvopnum skæruliðasamtakanna ættu ekki fara fram nú heldur á leynilegum fundum líbönsku ríkisstjórnarinnar. Með því mætti koma í veg fyrir að hagsmunir Ísraela yrðu ofan á. Vopnahléð sem hófst í gær hefur haldið en Ísraelar segja Hizbollah hafa skotið af sprengjuvörpum en sprengjurnar náðu ekki yfir landamærin og sköðuðu ekki neinn. Þúsundir líbanskra flóttamanna hafa streymt aftur til síns heima undanfarinn sólarhring, en alls er talið að um fjórðungur líbönsku þjóðarinnar hafi verið þurft að flýja heimili sín vegna átakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×