Erlent

Komið í veg fyrir sprengjutilræði í bandarískum flugvélum

Mynd/AP

Bandarísk stjórnvöld segjast hafa komið í veg fyrir sprengjutilræði í þremur flugvélum bandarískra flugfélaga, United, American og Continental airlines. Fyrr í morgun var hættuástandi lýst yfir í Bretlandi vegna gruns um að hryðjuverkaárás sé þar yfirvofandi en breska lögreglan kveðst hafa komið í veg fyrir ráðabrugg hryðjuverkamanna um að sprengja í loft upp flugvélar á leið til Bandaríkjanna. Tuttugu og einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins. Öryggisgæsla á þarlendum flugvöllum hefur verið hert til muna og þar ríkir algert öngþveit. Flugvél Iceland Express flaug á Stansted flugvöll rétt eftir klukkan sjö í morgun en eftir það sendi evrópska flugumferðastjórnin, Eurocontrol, frá sér fyrirmæli um að ekki yrði flogið til Bretlands fram eftir degi. Það þýðir að ferðalangar með Icelandair geta þurft að bíða enn um sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×