Erlent

Ísraelski herinn eflir árásir sínar

Mynd/AP
Ísraelski herinn efldi í kvöld árásir sínar í suðurhluta Líbanon eftir að stjórvöld í Ísrael samþykktu að auka landhernað sinn í Líbanon. Íraelski herinn segir að meðlimir í írönskum uppreisnarher séu meðal Hizbollahliða sem fundist hafa látnir eftir átökin. Ekki er búist við að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti komið sér saman um ályktun til að binda endi á átökin fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Þúsund Líbanar og hundrað Ísraelar hafa látið lífið í átökum undanfarinna vikna fyrir botni Miðjarðarhafs, flestir þeirra óbreyttir borgarar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×