Erlent

Njósnari dæmdur í 13 ára fangelsi

Rússneskur herdómstóll dæmdi í dag Sergej Skripal, ofursta í 13 ára fangelsi fyrir að njósna fyrir Breta. Skripal var handtekinn í hitteðfyrra og taldi dómstóllinn fullsannað að hann hefði verið á mála hjá leyniþjónustunni MI-6 og látið henni í té viðkvæm ríkisleyndarmál. Hann átti að hafa þegið jafnvirði sjö milljóna króna fyrir að upplýsa um nöfn og aðsetur rússneskra njósnara í Evrópu. Frá því að Vladimír Pútín varð forseti Rússlands hefur lögsóknum gegn grunuðum njósnurum snarfjölgað. Þannig voru fjórir breskir erindrekar sakaðir um njósnir og undirróðursstarfsemi í janúar síðastliðnum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×