Innlent

Íslenskur eftirlitsmaður lenti í skotárás á Sri Lanka

Sigurður Hrafn Gíslason friðargæsluliði, var á meðal norrænna eftirlitsmanna sem lentu í skotárás stjórnarhersins á Sri Lanka í dag. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu sakaði hann ekki.

Í síðustu viku lokuðu Tamíl Tígrarnir fyrir vatn til bæja sem stjórnarherinn ræður yfir í Trincomalee í norðausturhluta landsins. Stjórnarherinn hóf þá árásir á Tígranna til að ná yfirráðum yfir vatnsveitunni. Seinni partinn í gær dró úr átökunum og Tigrarnir féllust á að opna fyrir vatnsstreymið aftur. Þegar Tamil Tigrarnir ásamt eftirlitsmönnum voru við það að skrúfa fyrir vatnsveituna, hóf stjórnarherinn skyndilega skothríð á svæðið.

Þorfinnur bendir á að stjórnarherinn hafa réttlætt harðar árásir sínar á Tígrunum undanfarna daga með því að nauðsynlegt væri að opna vatnsstreymi til óbreyttra borgara á ný. Því kom það honum í opna skjöldu þegar stjórnarherinn hóf árásirnar og spurningin vaknar hvort eitthvað annað liggi að baki þar sem þetta var gullið tækifæri til að ljúka deilunni. Hann vonast þó til að árásirnar hafi verið stormur í vatnsglasi og hægt verði að ná sáttum á morgun.

Í viðtali við fréttastöð NFS í dag sagði Jörundur Valtýsson hjá Utanríkisráðuneytinu ótímabært að segja til um hvort íslenskir friðargæsluliðar verði sendir heim frá Sri Lanka eða hvort atburðir dagsins komi í veg fyrir að fleiri íslenskir friðargæsluleiðar verði sendir á vettvang. Hann segir það koma í ljós strax eftir helgi þegar norræna eftirlitssveitin hafi sent Utanríkisráðuneytinu skýrslu um stöðu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×