Árni Johnsen vill ekkert gefa upp um framboð 3. ágúst 2006 20:04 Vestmannaeyjar MYND/Vísir Árni Johnsen segir ótímabært að gefa upp hvort hann hyggist bjóða sig fram ef prófkjör verður hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Stuðningsmenn hans hafa hafið undirskriftasöfnun til að skora á Árna að bjóða sig fram. Árni Johnsen var fyrst kjörinn á þing árið 1983 og var hann þingmaður Sunnlendinga. Hann sagði af sér þingmennsku í ágúst árið 2001 eftir að farið var að rannsaka misnotkun hans á opinberum fjármunum. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar árið 2003 fyrir mútuþægni, fjárdrátt, umboðssvik og ranga skýrslugjöf. Árni hefur sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig aftur fram til þings. Stuðningsmenn Árna í Vestmannaeyjum hafa hafið söfnun undirskrifta til að hvetja hann til að bjóða sig fram í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2007. Ekkert hefur hins vegar verið ákveðið hvort að prófkjör verði í kjördæminu en það hefur ekki verið fyrir tvennar síðustu kosningar. Verði hins vegar prófkjör verður það líklega í haust eða í kringum áramótin. Einhverjar vangaveltur hafa einnig verið um hvort Árni geti í raun boðið sig aftur fram vegna dómsins sem hann hlaut. Í lögum er kveðið á um að þeir sem bjóði sig fram þurfi að hafa óflekkað mannorð. Í lögum um kosningar til Alþingis segir að ,,enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar". Ekki hefur náðst í neinn hjá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til að fá úr því skorðið hvaða áhrif þessi lagaákvæði hafa á hugsanlegt framboð Árna. Stuðningsmenn Árna hafa dreift listum víða um Vestmannaeyjar og eru undirtektir þar almennt góðar að sögn stuðningsmanna. Þorkell Húnbogason, einn af stuðningsmönnum Árna og upphafsmönnum undirskriftasöfnunarinnar, segir Árna þann þingmann sem mest hafi gert fyrir Vestmannaeyjinga og bæjarbúar vilji sjá hann aftur sem þingmann þeirra. Sjálfur segir Árni það ótímabært að gefa nokkuð upp um það hvort hann hyggist bjóða sig fram ef af prókjöri verður. Fréttir Innlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Árni Johnsen segir ótímabært að gefa upp hvort hann hyggist bjóða sig fram ef prófkjör verður hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Stuðningsmenn hans hafa hafið undirskriftasöfnun til að skora á Árna að bjóða sig fram. Árni Johnsen var fyrst kjörinn á þing árið 1983 og var hann þingmaður Sunnlendinga. Hann sagði af sér þingmennsku í ágúst árið 2001 eftir að farið var að rannsaka misnotkun hans á opinberum fjármunum. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar árið 2003 fyrir mútuþægni, fjárdrátt, umboðssvik og ranga skýrslugjöf. Árni hefur sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig aftur fram til þings. Stuðningsmenn Árna í Vestmannaeyjum hafa hafið söfnun undirskrifta til að hvetja hann til að bjóða sig fram í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2007. Ekkert hefur hins vegar verið ákveðið hvort að prófkjör verði í kjördæminu en það hefur ekki verið fyrir tvennar síðustu kosningar. Verði hins vegar prófkjör verður það líklega í haust eða í kringum áramótin. Einhverjar vangaveltur hafa einnig verið um hvort Árni geti í raun boðið sig aftur fram vegna dómsins sem hann hlaut. Í lögum er kveðið á um að þeir sem bjóði sig fram þurfi að hafa óflekkað mannorð. Í lögum um kosningar til Alþingis segir að ,,enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar". Ekki hefur náðst í neinn hjá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til að fá úr því skorðið hvaða áhrif þessi lagaákvæði hafa á hugsanlegt framboð Árna. Stuðningsmenn Árna hafa dreift listum víða um Vestmannaeyjar og eru undirtektir þar almennt góðar að sögn stuðningsmanna. Þorkell Húnbogason, einn af stuðningsmönnum Árna og upphafsmönnum undirskriftasöfnunarinnar, segir Árna þann þingmann sem mest hafi gert fyrir Vestmannaeyjinga og bæjarbúar vilji sjá hann aftur sem þingmann þeirra. Sjálfur segir Árni það ótímabært að gefa nokkuð upp um það hvort hann hyggist bjóða sig fram ef af prókjöri verður.
Fréttir Innlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira