Erlent

Sprengingar á sparkvelli í Bagdad

Jalal Talabani, forseti Íraks, kynnir öryggisáætlun sína.
Jalal Talabani, forseti Íraks, kynnir öryggisáætlun sína. MYND/AP

Tólf manns fórust þegar tvær sprengjur sprungu á sparkvelli barna í Bagdad í Írak nú fyrir stundu. Flestir hinna látnu eru börn sem voru að leika sér í fótbolta í einu af fátækrahverfum borgarinnar. Auk þeirra sem létu lífið eru að minnsta kosti fjórtán særðir.

Fyrr í dag tilkynnti forseti Íraks að íraskar öryggissveitir myndu taka við stjórn öryggismála í landinu af erlendum hersveitum fyrir lok þessa árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×