Erlent

Öryggisráðið kemur saman klukkan þrjú í dag

Ákveðið var fyrir stundu að kalla saman Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna árásar Ísraela á bæinn Qana í nótt, sem varð 54 að bana, þar af 37 börnum. Ráðið kemur saman nú klukkan þrjú að íslenskum tíma samkvæmt ákvörðun Kofi Annans framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segist munu leyfa hjálparstofnunum að fara inn í þorpið. Evrópusambandið hvatti til þess í morgun að vopnahléi yrði komið á tafarlaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×