Innlent

Lokuð flugbraut

Stærsta flugfélag Spánar, Iberia, þurfti í dag að fresta öllu áætlunarflugi til Barselóna þar sem 2000 starfsmenn flugvallarins lokuðu einni flugbrautinni á öðrum stærsta flugvelli Spánar. Starfsmenn á flugvellinum fóru í verkfall í dag til að mótmæla því að Iberia hafi misst leyfi til að sjá um verslunarflutninga en í fréttatilkynningu frá flugfélaginu segir að flugstarfsemin verði komin í eðlilegt horf strax í fyrramálið. Nærri 100 þúsund farþegar hafa orðið fyrir einhverjum töfum eða öðrum óþægindum vegna aðgerðanna, enda háannatími nú þegar margir eru í sumarleyfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×