Viðskipti innlent

Vöruskipti óhagstæð um 68 milljarða á árinu

Króna.
Króna. Mynd/GVA

Útflutningur í júní nam 22,5 milljörðum króna en innflutningur nam 38,1 milljarði króna. Þetta merkir að vöruskiptahallinn nam 15,6 milljörðum króna í einum mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölunnar Hagstofunnar. Hallinn hefur aldrei verið meiri síðan Hagstofan hóf að birta mánaðartölur sínar árið 1989.

Greiningardeild Glitnis segir lítið lát á halla utanríkisviðskipta þrátt fyrir gengislækkun krónunnar enda sé innflutningur tengdur stóriðju í hámarki.

Deildin segir að sé miðað við bráðabirgðatölur Hagstofunnar þá nemi vöruskiptahallinn það sem af sé ári um 68 milljarðar króna og er það næstum tvöföldum frá sama tíma í fyrra.

Heildarverðmæti útflutnings á fyrri hluta árs nam tæpum 113 milljörðum króna, sem jafngildir 3 prósenta aukningu frá því í fyrra, reiknað á föstu gengi. Verðmæti innflutnings á sama tímabili var hins vegar rúmlega 180 milljarðar króna og nam aukningin 23 prósentum á föstu gengi á milli ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×