Sport

Roy Keane leggur skóna á hilluna

Roy Keane hefur lagt skóna á hilluna
Roy Keane hefur lagt skóna á hilluna NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnugoðsögnin Roy Keane hjá Glasgow Celtic hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra meiðsla á mjöðm. Keane gerði garðinn frægan hjá Manchester United lengst af á ferlinum og vann alla titla þá titla sem knattspyrnumanni standa til boða með liðinu. Keane verður minnst sem eins af betri leikmönnum í sögu Manchester United og ensku úrvalsdeildarinnar.

Keane varð sjö sinnum enskur meistari með Manchester United, fjórum sinnum vann hann enska bikarinn og varð Evrópumeistari með liðinu árið 1999. Hann var mikill leiðtogi á vellinum og sannur stríðsmaður.

"Þráhyggja hans til að vinna alla leiki og leiðtogahæfileikar hans, smituðust gjarnan í hina leikmennina í liðinu og þess vegna gerði ég hann að fyrirliða Manchester United. Það er þess vegna er Roy Keane besti leikmaður sem ég hef þjálfað hjá liðinu og þegar sett verður saman draumalið bestu leikmanna United í sögunni - verður Roy Keane klárlega þar á blaði," sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×