Sport

Ólæti heima á Englandi

Svo virðist sem ensku ólátabelgirnir hafi flestir orðið eftir heima á Englandi
Svo virðist sem ensku ólátabelgirnir hafi flestir orðið eftir heima á Englandi NordicPhotos/GettyImages

Litlum sögum hefur farið af því á HM enn sem komið er að stuðningsmenn enska landsliðsins hafi verið til vandræða í Þýskalandi. Í dag kom hinsvegar til óláta heima í Lundúnum og í Liverpool þar sem nokkur fjöldi fólks hafði safnast saman á torgum og fylgst með leik enska liðsins á risaskjá.

Um 200 manns lentu í talsverðum riskingum í London og voru 16 þeirra fluttir slasaðir á sjúkrahús, þó ekki alvarlega svo vitað sé. Flöskum og öðru lauslegu var kastað á risaskjáinn og út breiddust blóðug slagsmál. Eitthvað af fólkinu leitaði skjóls inn í verslunum í námunda við torgið, en mörgum búðum var hreinlega lokað eftir að ólætin byrjuðu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×