Sport

Eriksson rólegur

Sven-Göran var með rólegur þrátt fyrir frekar daufa frammistöðu enska liðsins í dag
Sven-Göran var með rólegur þrátt fyrir frekar daufa frammistöðu enska liðsins í dag

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, viðurkenndi að spilamennska liðsins hefði ekki verið sérlega glæsileg í dag, en sagði aðalatriðið hafa verið að sækja öll stigin.

Eriksson veitti breska sjónvarpinu viðtal strax eftir leikinn og greinilegt var að spyrillinn var ekki sáttur við ósannfærandi spilamennsku enska liðsins frekar en aðrir. Eriksson skipti Michael Owen af velli og sagði það hafa verið til að bæta krafti í miðjuspilið. Þetta herbragð skilaði þó litlu og virkaði enska liðið frekar dauft.

Næsti leikur Englendinga verður við Trinidad og þar getur liðið tryggt sig áfram með sigri. Það er þó hætt við því að Englendingarnir verði að spila betur þá en í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×