Detroit réði ekkert við Shaq og Wade 28. maí 2006 05:36 Tvíeykið rosalega hjá Miami, Dwayne Wade og Shaquille O´Neal, var gjörsamlega óstöðvandi gegn Detroit í nótt. Þeir félagar hittu samtals úr 24 af 32 skotum sínum í leiknum NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal og Dwayne Wade fóru illa með varnarmenn Detroit Pistons í nótt þegar Miami náði 2-1 forskoti í einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Shaq og Wade hittu úr 75% skota sinna og tryggðu Miami öruggan 98-83 sigur á heimavelli. Næsti leikur liðanna fer fram á mánudagskvöld og verður í beinni á Sýn. Miami hafði yfirhöndina nær allan leikinn í nótt, en Detroit náði að minnka muninn í 74-73 þegar tæpar 8 mínútur voru eftir af leiknum með miklu áhlaupi. Þá kom til kasta hins frábæra Dwayne Wade hjá Miami, sem varði skottilraun Antonio McDyess sem hefði komið Detroit yfir í leiknum og skoraði körfu og hitti úr víti að auki á hinum enda vallarins. Eftir það var sigur Miami í raun aldrei í hættu. "Þegar félagar mans horfa til manns og segja að nú sé röðin kominn tími til að taka málin í sínar hendur - er það allt sem maður þarf að heyra," sagði Wade um góðan leik sinn. Wade var stigahæsti maður vallarins með 35 stig og 8 fráköst, en hann hitti úr 13 af 17 skotum sínum í leiknum, sem er frábær nýting. Félagi hans Shaquille O´Neal hitti álíka vel, skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Chauncey Billups skoraði 31 stig fyrir Detroit og Rip Hamilton var með 20 stig, en mikið vantar enn upp á að liðið spili eins vel og það hefur gert undanfarin tvö ár og ef svo fer sem horfir þarf liðið að horfa á eftir Miami í úrslitin. Þriðji leikur Phoenix Suns og Dallas Mavericks fer fram í kvöld, sunnudagskvöld, og verður hann sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn. Fjórði leikur Miami og Detroit er svo sýndur í beinni á mánudagskvöld. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjá meira
Shaquille O´Neal og Dwayne Wade fóru illa með varnarmenn Detroit Pistons í nótt þegar Miami náði 2-1 forskoti í einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Shaq og Wade hittu úr 75% skota sinna og tryggðu Miami öruggan 98-83 sigur á heimavelli. Næsti leikur liðanna fer fram á mánudagskvöld og verður í beinni á Sýn. Miami hafði yfirhöndina nær allan leikinn í nótt, en Detroit náði að minnka muninn í 74-73 þegar tæpar 8 mínútur voru eftir af leiknum með miklu áhlaupi. Þá kom til kasta hins frábæra Dwayne Wade hjá Miami, sem varði skottilraun Antonio McDyess sem hefði komið Detroit yfir í leiknum og skoraði körfu og hitti úr víti að auki á hinum enda vallarins. Eftir það var sigur Miami í raun aldrei í hættu. "Þegar félagar mans horfa til manns og segja að nú sé röðin kominn tími til að taka málin í sínar hendur - er það allt sem maður þarf að heyra," sagði Wade um góðan leik sinn. Wade var stigahæsti maður vallarins með 35 stig og 8 fráköst, en hann hitti úr 13 af 17 skotum sínum í leiknum, sem er frábær nýting. Félagi hans Shaquille O´Neal hitti álíka vel, skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Chauncey Billups skoraði 31 stig fyrir Detroit og Rip Hamilton var með 20 stig, en mikið vantar enn upp á að liðið spili eins vel og það hefur gert undanfarin tvö ár og ef svo fer sem horfir þarf liðið að horfa á eftir Miami í úrslitin. Þriðji leikur Phoenix Suns og Dallas Mavericks fer fram í kvöld, sunnudagskvöld, og verður hann sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn. Fjórði leikur Miami og Detroit er svo sýndur í beinni á mánudagskvöld.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjá meira