Sport

Læknir United rekinn

Sumir vilja meina að læknir Manchester United hafi verið látinn
Sumir vilja meina að læknir Manchester United hafi verið látinn NordicPhotos/GettyImages

Mike Stone, sem verið yfirlæknir hjá Manchester United síðan árið 1999, var mjög óvænt rekinn frá félaginu í dag. Forráðamenn United segja ákvörðun þessa faglega, en orðrómur er strax kominn á kreik um að læknirinn hafi verið látinn fara vegna afstöðu sinnar í máli Wayne Rooney.

Rooney fer í myndatöku á morgun sem kemur til með að gefa upplýsingar um hvort hann verður klár í slaginn fyrir HM. Alex Ferguson, stjóri United, hefur lengi verið mjög neikvæður á að leyfa Rooney að fara á HM nema hann verði 100% í fætinum og líkurnar á því eru taldar litlar.

Stone hefur unnið náið með lækni enska landsliðsins við endurhæfingu Rooney og þeir hafa báðir verið mjög bjartsýnir á að hann nái að spila eitthvað á HM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×