Innlent

Samkomulag um stjórn í Írak

Leiðtogar fylkinganna í Írak hafa komist að samkomulagi um stjórnarmyndun í landinu. Ekki er þó búið að ákveða hverjir verði ráðherrar innanríkis- og varnarmála, en þeim embættum fylgja yfirráð yfir vopnuðum sveitum í landinu. Ráðherralisti verður birtur á morgun og þá mun íraska þingið greiða atkvæði um tilnefningarnar. Samkomulagið er á milli fylkinga sjía, súnnía og kúrda. Undanfarið hefur fjöldi manna látið lífið í átökum sjía og súnní múslima.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×