Sport

Ákvörðun Henry lykillinn að framtíðinni

Arsene Wenger
Arsene Wenger NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger segist hafa sett sér tvö markmið í vikunni og í dag náði hann öðru þeirra. Arsenal tókst ekki að vinna Barcelona í úrslitum meistaradeildarinnar, en Wenger segir að ákvörðun Thierry Henry um að framlengja samning sinn í dag hafi verið mikilvægari en að vinna meistaradeildina.

"Ég setti mér það markmið að vinna meistaradeildina og tryggja undirskrift Henry í þessari viku. Mér tókst að ná öðru markmiðinu og því mikilvægara - að tryggja framtíð Arsenal með því að halda í Henry," sagði Wenger.

"Tímabilið í ár hefur þjappað liðinu mjög vel saman og árangur okkar í meistaradeildinni gefur góð fyrirheit um framhaldið, en það að Henry skuli vera búinn að framlengja er algjör lykill að bjartri framtíð okkar. Við erum eina knattspyrnuliðið í heiminum sem á þrjá táninga í landsliðum á HM í sumar og þeir koma sterkari og reyndari til baka. Það verður eins og að fá þrjá nýja leikmenn til liðs við okkur í upphafi næstu leiktíðar - og svo er aldrei að vita nema við kaupum einn eða tvo sterka leikmenn í sumar;" sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×