Sport

Berbatov ætlar sér stóra hluti

Berbatov ætlar að koma Tottenham í meistaradeildina
Berbatov ætlar að koma Tottenham í meistaradeildina AFP

Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov sem gekk í raðir Tottenham í dag, segist ekki geta beðið eftir því að hitta nýju félagana á fyrstu æfingunni og er staðráðinn í að uppfylla þær væntingar sem gerðar eru til hans eftir að hann var keyptur á tæpar 11 milljónir punda frá Bayer Leverkusen.

"Ég hef fylgst með liðinu í gegn um árin og hef séð það verða sterkara með hverju árinu. Ég vona að koma mín hingað geti stuðlað að því að koma liðinu í meistaradeildina," sagði Berbatov, sem er mjög hrifinn af Martin Jol knattspyrnustjóra.

"Það kom mér gríðarlega á óvart þegar hann sagði mér að hann hefði verið að fylgjast náið með mér í heil fjögur ár. Hann er góður stjóri sem á gott samband við leikmenn sína og hann hefur sagt mér að ég eigi eftir að smellpassa inn í hlutina hér á Englandi," sagði Búlgarinn, sem hefur verið mjög iðinn við kolann í markaskorun hjá þýska liðinu undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×