Sport

Miami kláraði dæmið

Shaquille O´Neal og Dwayne Wade fagna hér sigrinum á New Jersey og sætinu í úrslitum Austurdeildar, þar sem mótherjinn verður Detroit eða Cleveland. Fyrsti leikurinn í þeirri seríu verður ekki fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag
Shaquille O´Neal og Dwayne Wade fagna hér sigrinum á New Jersey og sætinu í úrslitum Austurdeildar, þar sem mótherjinn verður Detroit eða Cleveland. Fyrsti leikurinn í þeirri seríu verður ekki fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag NordicPhotos/GettyImages

Miami Heat tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Austurdeildarinnar annað árið í röð þegar liðið vann nauman sigur á baráttuglöðu liði New Jersey Nets á heimavelli sínum 106-105.

Dwayne Wade náði sér ekki á strik í sóknarleiknum í nótt, en bætti upp fyrir það með því að stela boltanum af liði New Jersey á síðustu sekúndum leiksins þegar New Jersey freistaði þess að tryggja sér sigurinn. Mami vann því einvígi liðanna 4-1 eftir að hafa tapað fyrsta leiknum og varð aðeins fjórða liðið í NBA á síðustu 20 árum til að ná þeim árangri.

Rétt eins og í síðasta leik, fengu stórstjörnurnar Wade og Shaquille O´Neal mikla hjálp frá minni spámönnum í liðinu. Antoine Walker var stigahæstur í nótt með 23 stig og skoraði auk þess mikilvæga körfu í blálokin. Wade skoraði 21 stig og Shaquille O´Neal skoraði 17 stig þrátt fyrir að vera í villuvandræðum eins og venjulega.

Vince Carter og Richard Jefferson spiluðu báðir mjög vel hjá New Jersey og skoruðu 33 stig hvor. Jason Kidd skoraði 20 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 6 fráköst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×