Sport

Miami komið í þægilega stöðu

Richard Jefferson og félagar í New Jersey þurfa nú að vinna þrjá leiki í röð gegn Miami ef þeir ætla sér áfram í úrslitakeppninni
Richard Jefferson og félagar í New Jersey þurfa nú að vinna þrjá leiki í röð gegn Miami ef þeir ætla sér áfram í úrslitakeppninni NordicPhotos/GettyImages

Miami Heat lagði New Jersey 102-92 í fjórða leik liðanna í nótt og er þar með komið yfir 3-1 í einvíginu í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Dwayne Wade fór að venju á kostum í liði Miami, en það voru minni spámenn á borð við Antonie Walker og Udonis Haslem sem riðu baggamuninn í nótt.

Dwayne Wade skoraði 31 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst hjá Miami, Udonis Haslem skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst, Antoine Walkers skoraði 20 stig og Shaquille O´Neal skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst.

Vince Carter skoraði 26 stig fyrir New Jersey, Nenad Krstic skoraði 20 stig og hirti 14 fráköst, Richard Jefferson skoraði 17 stig og Jason Kidd náði þrennu með 17 stigum, 13 fráköstum og 12 stoðsendingum.

"Ég er búinn að segja það í allan vetur. Ef við gerum það sem við eigum að gera - þurfum við ekki að hafa áhyggjur af neinu," sagði Shaquille O´Neal eftir leikinn, en frammistaða Miami hefur þótt nokkuð ósannfærandi í úrslitakeppninni til þessa. Liðið er þó sannarlega komið í góða stöðu í þessu einvígi og getur nú klárað dæmið á heimavelli sínum í fimmta leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×