Chicago burstaði Miami 28. apríl 2006 10:22 Leikmenn Miami höfðu litla ástæðu til að brosa í gær og voru duglegir að safna að sér villum. Chicago vann öruggan sigur í gær og ef liðið endurtekur leikinn á sunnudag - er aldrei að vita hvað gerist í einvíginu NordicPhotos/GettyImages Chicago Bulls gerði sér lítið fyrir og burstaði Miami á heimavelli sínum 109-90 í úrslitakeppni NBA í gærkvöldi og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. Lið Miami virkaði alls ekki sannfærandi í leiknum og þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu fyrir næsta leik í Chicago ef ekki á illa að fara. Shaquille O´Neal átti einhverja slökustu frammistöðu á ferlinum og skoraði aðeins 2 stig í fyrstu þremur leikhlutunum í leik sem sýndur var á NBA TV. Chicago-liðið sýndi hetjulega baráttu í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem fram fóru í Miami, en var engu að síður komið 2-0 undir og Miami sannarlega í bílstjórasætinu fyrir leikinn. Það breyttist þó allt í gær og baráttuglaðir heimamenn unnu sannfærandi sigur, Michael Jordan til mikillar ánægju - en hann fylgdist með leiknum úr heiðursstúkunni. Ben Gordon var stigahæstur í liði Chicago með 24 stig, Kirk Hinrich skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar og þeir Andres Nocioni og Luol Deng skoruðu 19 stig hvor. Dwayne Wade skoraði 26 stig fyrir Miami en var langt frá sínu besta. Shaquille O´Neal skoraði 8 stig og tapaði 7 boltum á aðeins 24 mínútum og var í villuvandræðum allan leikinn. Til að kóróna arfaslaka frammistöðu Miami var svo James Posey hent út úr húsi fyrir tilgangslaust brot á Kirk Hinrich - og var svo óheppinn að gera það beint fyrir framan nefið á Stu Jackson sem sat á meðal áhorfenda í Chicago, en hann sér um að setja menn í leikbönn fyrir svona hegðun. Líklegt verður að teljast að Posey verði settur í eins leiks bann fyrir uppátæki sitt. Meiðslum hrjáð lið Indiana Pacers er komið í 2-1 gegn New Jersey eftir góðan 107-95 sigur á New Jersey Nets í gær. Jermaine O´Neal átti frábæran leik hjá Indiana, skoraði 37 stig, hirti 15 fráköst og hitti úr 12 af 15 skotum utan af velli og Anthony Johnson skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar. Þeir Vince Carter og Richard Jefferson skoruðu 25 stig hvor fyrir New Jersey. Denver náði að minnka muninn í 2-1 gegn LA Clippers með 94-87 sigri á heimavelli sínum. Hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum, en mál manna vestanhafs er að andrúmsloftið í herbúðum Denver sé orðið ansi spennuþrungið í kjölfar leikbannsins sem Kenyon Martin var settur í og vegna taps í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Carmelo Anthony átti erfitt uppdráttar þriðja leikinn í röð en var stigahæstur hjá Denver með 24 stig. Corey Maggette skoraði 23 stig af bekknum hjá Clippers og Sam Cassell skoraði 20 stig. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira
Chicago Bulls gerði sér lítið fyrir og burstaði Miami á heimavelli sínum 109-90 í úrslitakeppni NBA í gærkvöldi og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. Lið Miami virkaði alls ekki sannfærandi í leiknum og þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu fyrir næsta leik í Chicago ef ekki á illa að fara. Shaquille O´Neal átti einhverja slökustu frammistöðu á ferlinum og skoraði aðeins 2 stig í fyrstu þremur leikhlutunum í leik sem sýndur var á NBA TV. Chicago-liðið sýndi hetjulega baráttu í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem fram fóru í Miami, en var engu að síður komið 2-0 undir og Miami sannarlega í bílstjórasætinu fyrir leikinn. Það breyttist þó allt í gær og baráttuglaðir heimamenn unnu sannfærandi sigur, Michael Jordan til mikillar ánægju - en hann fylgdist með leiknum úr heiðursstúkunni. Ben Gordon var stigahæstur í liði Chicago með 24 stig, Kirk Hinrich skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar og þeir Andres Nocioni og Luol Deng skoruðu 19 stig hvor. Dwayne Wade skoraði 26 stig fyrir Miami en var langt frá sínu besta. Shaquille O´Neal skoraði 8 stig og tapaði 7 boltum á aðeins 24 mínútum og var í villuvandræðum allan leikinn. Til að kóróna arfaslaka frammistöðu Miami var svo James Posey hent út úr húsi fyrir tilgangslaust brot á Kirk Hinrich - og var svo óheppinn að gera það beint fyrir framan nefið á Stu Jackson sem sat á meðal áhorfenda í Chicago, en hann sér um að setja menn í leikbönn fyrir svona hegðun. Líklegt verður að teljast að Posey verði settur í eins leiks bann fyrir uppátæki sitt. Meiðslum hrjáð lið Indiana Pacers er komið í 2-1 gegn New Jersey eftir góðan 107-95 sigur á New Jersey Nets í gær. Jermaine O´Neal átti frábæran leik hjá Indiana, skoraði 37 stig, hirti 15 fráköst og hitti úr 12 af 15 skotum utan af velli og Anthony Johnson skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar. Þeir Vince Carter og Richard Jefferson skoruðu 25 stig hvor fyrir New Jersey. Denver náði að minnka muninn í 2-1 gegn LA Clippers með 94-87 sigri á heimavelli sínum. Hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum, en mál manna vestanhafs er að andrúmsloftið í herbúðum Denver sé orðið ansi spennuþrungið í kjölfar leikbannsins sem Kenyon Martin var settur í og vegna taps í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Carmelo Anthony átti erfitt uppdráttar þriðja leikinn í röð en var stigahæstur hjá Denver með 24 stig. Corey Maggette skoraði 23 stig af bekknum hjá Clippers og Sam Cassell skoraði 20 stig.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira