Sport

Artest og Haslem í bann

Ron Artest er ekki óvanur því að vera í leikbanni, en þetta síðasta brot hans kann að verða liði Sacramento dýrt í úrslitakeppninni
Ron Artest er ekki óvanur því að vera í leikbanni, en þetta síðasta brot hans kann að verða liði Sacramento dýrt í úrslitakeppninni NordicPhotos/GettyImages

Ron Artest hjá Sacramento Kings og Udonis Haslem hjá Miami Heat voru í dag dæmdir í eins leiks bann af aganefnd NBA deildarinnar eftir að hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur í fyrstu leikjum liða sinna í úrslitakeppninni. Annar leikur Miami Heat og Chicago Bulls verður sýndur beint á NBA TV á miðnætti í nótt.

Udonis Haslem var rekinn af leikvelli í fyrsta leik Miami og Chicago í fyrrinótt þegar hann kastaði munnstykki sínu í átt að dómara leiksins til að mótmæla dómi. Hann missir því af öðrum leik liðanna sem fram fer í nótt og verður í beinni útsendingu á NBA TV.

Artest fær leikbann fyrir að hrinda Manu Ginobili hjá San Antonio í þriðja leikhluta fyrstu viðureignar liðanna í fyrrakvöld, en áður hafði Ginobili gefið Artest óviljandi olnbogaskot - sem gerði það að verkum að sauma þurfti þrjú spor í vörina á Artest. Þetta þýðir að Sacramento verður án Artest í leik tvö við San Antonio annað kvöld, en liðið má illa við því eftir að hafa verið tekið í kennslustund í fyrsta leiknum 122-88.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×