Óttast ekki andstöðu við frumvarpið 3. apríl 2006 16:58 Frumvarp iðnaðarráðherra var rætt í upphafi fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar verði að lögum núna í vor. Þetta segir hún þrátt fyrir að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis geri athugasemdir við frumvarpið.Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi iðnaðarráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir hvernig hún hefði lagt fram frumvarp sitt um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Hann sagði að með því hefði ráðherra grafið undan því starfi sem hefði verið unnið í iðnaðarnefnd sem miðaði að því að ná þverpólitískri samstöðu um endurskoðun byggðamála. Nú hefði svo komið í ljós að frumvarpið mætti mikilli andstöðu Sjálfstæðismanna."Mér er ekki skemmt," sagði Jóhann. "Ég tel að byggðamálin séu alvörumál. Mér finnst að þegar iðnaðarráðherra sprengir allt í loft upp með því að koma fram með mál sem engin samstaða er um þá sé ekki vel af stað farið."Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kannaðist ekki við að hafa valdið uppnámi í starfi iðnaðarnefndar og kvaðst hafa þær upplýsingar það starfið þar gengi vel. Hún óttaðist heldur ekki afdrif frumvarps síns sem væri mikið framfaramál. "Og þar að auki er það í fyrsta lagi alveg í samræmi við stjórnarsáttmála sem kom fram hjá ríkisstjórn Davíðs Oddsonar," sagði Valgerður, "og þar að auki hafði náðst samstaða um þetta mál á milli stjórnarflokkanna í ríkisstjórn. Og ég er bjartsýn á að það verði að lögum nú á vordögum."Þrátt fyrir þessi orð iðnaðarráðherra eru Sjálfstæðismenn ekki jafn vissir um að frumvarpið verði að lögum. "Ég fæ ekki séð hvernig það getur orðið," segir Sigurður Kári Kristjánsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni. "Það þarf að afgreiða málið út úr iðnaðarnefnd ef það á að gera það að lögum. Eins og þetta mál er fram sett er ekki stuðningur við það, sýnist mér, í nefndinni." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist bjartsýn á að frumvarp hennar um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar verði að lögum núna í vor. Þetta segir hún þrátt fyrir að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í iðnaðarnefnd Alþingis geri athugasemdir við frumvarpið.Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi iðnaðarráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag fyrir hvernig hún hefði lagt fram frumvarp sitt um stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar. Hann sagði að með því hefði ráðherra grafið undan því starfi sem hefði verið unnið í iðnaðarnefnd sem miðaði að því að ná þverpólitískri samstöðu um endurskoðun byggðamála. Nú hefði svo komið í ljós að frumvarpið mætti mikilli andstöðu Sjálfstæðismanna."Mér er ekki skemmt," sagði Jóhann. "Ég tel að byggðamálin séu alvörumál. Mér finnst að þegar iðnaðarráðherra sprengir allt í loft upp með því að koma fram með mál sem engin samstaða er um þá sé ekki vel af stað farið."Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kannaðist ekki við að hafa valdið uppnámi í starfi iðnaðarnefndar og kvaðst hafa þær upplýsingar það starfið þar gengi vel. Hún óttaðist heldur ekki afdrif frumvarps síns sem væri mikið framfaramál. "Og þar að auki er það í fyrsta lagi alveg í samræmi við stjórnarsáttmála sem kom fram hjá ríkisstjórn Davíðs Oddsonar," sagði Valgerður, "og þar að auki hafði náðst samstaða um þetta mál á milli stjórnarflokkanna í ríkisstjórn. Og ég er bjartsýn á að það verði að lögum nú á vordögum."Þrátt fyrir þessi orð iðnaðarráðherra eru Sjálfstæðismenn ekki jafn vissir um að frumvarpið verði að lögum. "Ég fæ ekki séð hvernig það getur orðið," segir Sigurður Kári Kristjánsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni. "Það þarf að afgreiða málið út úr iðnaðarnefnd ef það á að gera það að lögum. Eins og þetta mál er fram sett er ekki stuðningur við það, sýnist mér, í nefndinni."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira