Erlent

Bang og Olufsen flytur hluta starfseminnar frá Danmörku

Danski raftækjaframleiðandinn Bang og Olufsen, sem FL Group keypti nýverið hlut í, hefur ákveðið að flytja hluta starfsemi sinnar frá Danmörku bæði vegna skorts á verkfræðingum og til að draga úr launakostnaðil.

Fram kemur á vef Politkien að fyrirtækið hafi nýlega opnað verksmiðju í Tékklandi og að það ætli að opna rannsóknarskrifstofu þar á næstu árum. Fjölda annarra fyrirtækja í Danmörku skortir verkfræðinga og segir verkfræðingafélagið þar í landi að vandinn muni aukast enn á næstu árum með tilheyrandi flutningi fyrirtækja frá landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×