Arenas jarðaði New York 26. febrúar 2006 08:29 Gilbert Arenas fór hamförum gegn New York og skoraði til að mynda 23 af 46 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum NordicPhotos/GettyImages Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Gilbert Arenas fór hamförum í liði Washington þegar það burstaði New York Knicks, Shaquille O´Neal var sjóðandi heitur gegn Seattle og Phoenix lagði Charlotte á heimavelli í hreint út sagt frábærum körfuboltaleik í beinni útsendingu á NBA TV. Washington burstaði heillum horfið liði New York Knicks 110-89, þar sem Gilbert Arenas fór hamförum og skoraði 46 stig á aðeins 30 mínútum fyrir Washington. Arenas hitti úr 13 af 16 skotum sínum utan af velli í leiknum og þar af 7 af 10 þriggja stiga skotum. Þetta var 19. tap New York í 21 síðustu leikjum sínum. Dallas lagði Toronto 115-113 eftir framlengdan leik á heimavelli sínum, en þetta var 14. sigur liðsins í röð á heimavelli. Dallas var um tíma 24 stigum undir, en náði að snúa dæminu við á lokasprettinum. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Dallas, en Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto. Milwaukee sigraði Atlanta 99-89. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee sem hafði tapað fjórum leikjum í röð, en Al Harrington skoraði 22 stig fyrir Atlanta. O´Neal lék sér að SeattleShaquille O´Neal og Dwayne Wade tóku sig vel út í gömlu búningunum í gær og áttu báðir sannkallaða stórleiki gegn arfaslöku liði SeattleMiami lagði Seattle 115-106 á heimavelli sínum, þar sem Shaquille O´Neal hitti úr 14 fyrstu skotum sínum í leiknum og 15 af 16 alls. Hann endaði með 31 stig og 9 fráköst. Félagi hans Dwayne Wade skoraði 26 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Rashard Lewis skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Seattle.Philadelphia lagði Chicago 108-102. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Chris Duhon skoraði 18 stig fyrir Chicago.San Antonio vann Golden State 92-75. Nazr Mohammed skoraði 15 stig og hirti 14 fráköst fyrir San Antonio en Monta Ellis skoraði 16 stig fyrir Golden State.New Orleans lagði Utah á útivelli 100-95. Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New Orleans, en Mehmet Okur skoraði 26 stig fyrir Utah.Að lokum vann Phoenix góðan sigur á Charlotte 136-121 í einstaklega fjörugum leik sem var í beinni útsendingu á NBA TV og verður endursýndur í dag. Ekki er hægt að segja að varnarleikurinn hafi verið í fyrirrúmi í leiknum eins og tölurnar bera með sér, en sóknarleikurinn var þeim mun öflugri. Shawn Marion átti frábæran leik fyrir Phoenix með 31 stig og 24 fráköst, Steve Nash skoraði 29 stig og gaf 8 stoðsendingar. Nýliðinn Raymond Felton skoraði 31 stig fyrir Charlotte. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Gilbert Arenas fór hamförum í liði Washington þegar það burstaði New York Knicks, Shaquille O´Neal var sjóðandi heitur gegn Seattle og Phoenix lagði Charlotte á heimavelli í hreint út sagt frábærum körfuboltaleik í beinni útsendingu á NBA TV. Washington burstaði heillum horfið liði New York Knicks 110-89, þar sem Gilbert Arenas fór hamförum og skoraði 46 stig á aðeins 30 mínútum fyrir Washington. Arenas hitti úr 13 af 16 skotum sínum utan af velli í leiknum og þar af 7 af 10 þriggja stiga skotum. Þetta var 19. tap New York í 21 síðustu leikjum sínum. Dallas lagði Toronto 115-113 eftir framlengdan leik á heimavelli sínum, en þetta var 14. sigur liðsins í röð á heimavelli. Dallas var um tíma 24 stigum undir, en náði að snúa dæminu við á lokasprettinum. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 11 fráköst hjá Dallas, en Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Toronto. Milwaukee sigraði Atlanta 99-89. Michael Redd skoraði 21 stig fyrir Milwaukee sem hafði tapað fjórum leikjum í röð, en Al Harrington skoraði 22 stig fyrir Atlanta. O´Neal lék sér að SeattleShaquille O´Neal og Dwayne Wade tóku sig vel út í gömlu búningunum í gær og áttu báðir sannkallaða stórleiki gegn arfaslöku liði SeattleMiami lagði Seattle 115-106 á heimavelli sínum, þar sem Shaquille O´Neal hitti úr 14 fyrstu skotum sínum í leiknum og 15 af 16 alls. Hann endaði með 31 stig og 9 fráköst. Félagi hans Dwayne Wade skoraði 26 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Rashard Lewis skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Seattle.Philadelphia lagði Chicago 108-102. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Chris Duhon skoraði 18 stig fyrir Chicago.San Antonio vann Golden State 92-75. Nazr Mohammed skoraði 15 stig og hirti 14 fráköst fyrir San Antonio en Monta Ellis skoraði 16 stig fyrir Golden State.New Orleans lagði Utah á útivelli 100-95. Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New Orleans, en Mehmet Okur skoraði 26 stig fyrir Utah.Að lokum vann Phoenix góðan sigur á Charlotte 136-121 í einstaklega fjörugum leik sem var í beinni útsendingu á NBA TV og verður endursýndur í dag. Ekki er hægt að segja að varnarleikurinn hafi verið í fyrirrúmi í leiknum eins og tölurnar bera með sér, en sóknarleikurinn var þeim mun öflugri. Shawn Marion átti frábæran leik fyrir Phoenix með 31 stig og 24 fráköst, Steve Nash skoraði 29 stig og gaf 8 stoðsendingar. Nýliðinn Raymond Felton skoraði 31 stig fyrir Charlotte.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sjá meira